Fara í efni

Suðurnesjabær er gestasveitarfélag á gönguhátíð í Reykjavík

Suðurnesjabær er gestasveitarfélag á gönguhátíð í Reykjavík

Gönguhátíðin í Reykjavík verður haldin 12. – 15. ágúst. Þessi lýðheilsuhátíð státar af 20 fjölbreyttum göngum sem fara fram á fjórum dögum. Léttustu göngurnar eru kl.8.00 á morgnana og kl. 20.00 á kvöldin í hverfum borgarinnar, en svo eru sögugöngur, fella- og fjallgöngur í boði þess á milli. Suðurnesjabær er sérstakt gestasveitarfélag og býður upp á tvær sögugöngur innan sinna bæjarmarka um helgina.

Hátíðin er í tilefni af tíu ára afmæli Vesens og vergangs og haldin í samstarfi við Sumarborgina, ÍTR, SÍBS, Orku náttúrunnar, Hlaupar, Reykjavík Outventure og Suðurnesjabæ. Ekkert kostar í göngurnar og fólk kemur sér sjálft á upphafsstað göngu. Allir viðburðir fara fram utandyra og fólki í lófa lagið að halda 1 m fjarlægð við næsta mann.

Nánari upplýsingar eru á Facebook síðu gönguhátíðar: https://www.facebook.com/Reykjavikhikingfestival

Dagskrá

Fimmtudagur 12. ágúst

08:00     Léttganga í Fossvogsdal í boði SÍBS

17:00     Smáþúfur á Lág-Esju í boði Vesens og vergangs

18:00     Söguganga: Grótta – miðborg Reykjavíkur í samstarfi við Sumarborgina

20:00     Léttganga í Laugardal í boði SÍBS

Föstudagur 13. ágúst

08:00     Léttganga í Elliðaárdal í boði SÍBS.

18:00     Laugardalur-miðborg í samstarfi við Sumarborgina

18:00     Mosfell í Mosfellsdal í boði Vesens og vergangs

20:00     Léttganga í Breiðholti í boði SÍBS

Laugardagur 14. ágúst

08:00     Léttganga í Öskjuhlíð í boði SÍBS.

11:00     Fræðslustígur hjá Nesjavallavirkjun í boði Orku náttúrunnar

12:00     Móskarðshnúkar, Laufskörð og Hátindur í boði Vesens og vergangs

13:00     Söguganga á Garðskaga í boði Suðurnesjabæjar

14:00     Selfjall og Sandfell.

14:00     Árbæjarsafn – miðborg í samstarfi við Sumarborgina

20:00     Léttganga í Grafarholti í boði SÍBS

Sunnudagur 15. ágúst

08:00     Léttganga í Grafarvogi í boði SÍBS

09:00     Vörðu-Skeggi í boði Orku náttúrunnar

12:00     Kópavogsdalur – miðborg í samstarfi við Sumarborgina

13:00     Söguganga: Sandgerðisviti – Garðskagaviti í boði Suðurnesjabæjar

20:00     Léttganga í Vesturbæ í boði SÍBS