Fara í efni

Spennandi sumarstörf

Spennandi sumarstörf

Suðurnesjabær auglýsir eftir metnaðarfullum og áhugasömum einstaklingum til að sinna skemmtilegum og fjölbreyttum sumarstörfum.

Verkstjóri í sumarvinnu 17 ára og eldri:

Starf verkstjóra felst í skipulagningu og stýringu á sumarvinnu í samvinnu við forstöðumann umhverfimiðstöðvar.

Verkstjóri ber ábyrgð á daglegu starfi flokksstjóra, vinnuhópa og almennum verkefnum, veitir leiðsögn og fræðslu um rétt vinnubrögð og verkþætti í starfi, eflir liðsheild og hvetur til góðra verka.

Flokkstjóri í sumarvinnu 17 ára og eldri:

Starf flokkstjóra felst í að taka þátt í og stjórna vinnuhópum, leiðbeina og fræða um rétt vinnubrögð og verkþætti í starfi, halda skýrslu um mætingar og ástundun og vinna markvisst að því að efla liðsheild og góða líðan.

 Umsóknarfrestur er til og með 30.mars 2022.

 Nánari upplýsingar um störfin og umsóknarblað má nálgast undir laus störf.