Fara í efni

Skerjahverfi – endurúthlutun lóða

Skerjahverfi – endurúthlutun lóða

Suðurnesjabær auglýsir eftirfarandi lóðir lausar til umsóknar:

  • Bárusker 2 - Fjölbýli
  • Bárusker 6 - Raðhús
  • Bárusker 8 - Raðhús
  • Skerjabraut 1-7 – Keðjuhús

Nánari upplýsingar má finna undir flipanum lausar lóðir.

Lóðum fyrir raðhús eða fjölbýlishús skal úthlutað til lögaðila í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð.

Umsóknir teljast aðeins gildar ef þær hafa borist á rétt útfylltu og þar til gerðu umsóknarformi með a.m.k. tveggja sólarhringa fyrirvara fyrir næsta áætlaðan fund Framkvæmda- og skipulagsráðs Suðurnesjabæjar. Ef fjöldi gildra umsókna um auglýstar lóðir er meiri en fjöldi lóða sem í boði eru, skal dregið um umsækjendur.

Umsóknareyðublöð má nálgast á heimasíðu Suðurnesjabæjar eða á skrifstofu skipulags-og umhverfissviðs.

Næsti fundur Framkvæmda- og skipulagsráðs er áætlaður 20. september n.k.