Fara í efni

Lóðir til úthlutunar í nýju hverfi í Suðurnesjabæ

Lóðir til úthlutunar í nýju hverfi í Suðurnesjabæ

Suðurnesjabær auglýsir eftir umsóknum um lausar lóðir í 1. áfanga Skerjahverfis í Sandgerði.

Um er að ræða eftirtaldar lóðir:

  • Skerjabraut 1-7 - 4 íbúðir í keðjuhúsi
  • Skerjabraut 9-17 - 5 íbúðir í keðjuhúsi
  • Bárusker 2 - 11 íbúðir í fjölbýlishúsi
  • Bárusker 4 – 11 íbúðir í fjölbýlishúsi
  • Bárusker 3, 5, 6, 7, 8 og 10 - 23 íbúðir í raðhúsum.

Umsóknir um lóðirnar þurfa að vera frá lögaðilum í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð, sbr. gr. 6 í reglum um úthlutun lóða.

Umsóknareyðublað má nálgast á heimasíðu Suðurnesjabæjar www.sudurnesjabaer.is ásamt reglum um úthlutun lóða. Vakin er athygli á gr. 3a í reglum en næsti áætlaði fundur framkvæmda- og skipulagsráðs er 30. nóvember.

Jón Ben Einarsson

Skipulags- og byggingarfulltrúi Suðurnesjabæjar