Kynning á áfangaskýrslu um nýtt íþróttafélag
Kynning á áfangaskýrslu um nýtt íþróttafélag
02. maí 2025
Frá október 2024 hafa fulltrúar Ksf. Reynis, Ksf. Víðis og Suðurnesjabæjar unnið að sameiginlegri framtíðarsýn með það að markmiði að efla fagmennsku, fjölbreytni og samstöðu í íþróttalífi bæjarins. Stýrihópurinn hefur nú skilað af sér áfangaskýrslu og hægt er að kynna sér hana hér.
Áfangaskýrsla um stofnun nýs íþróttafélags
Nú fer vinnan að ná lokapunkti og framundan eru tveir mikilvægir fundir:
- Mánudagur 5. maí 2025 – Kynningarfundir fyrir félagsmenn Víðis og Reynis og íbúa Suðurnesjabæjar.
- Knattspyrnufélagið Víðir verður með fundinn í Gerðaskóla kl. 20:00.
- Knattspyrnufélagið Reynir verður með fundinn í Reynisheimilinu kl. 20:00
- Mánudagur 12. maí 2025 – Auka aðalfundir beggja félaga þar sem kosið verður um tillögu að stofnun nýs íþróttafélags.
Allir félagsmenn eru velkomnir og atkvæðarétt á aðalfundum hafa þeir sem eru 16 ára og eldri og skráðir félagsmenn í annað hvort Reynir eða Víðir. - Knattspyrnufélagið Víðir verður með fundinn í Gerðaskóla kl. 20:00
- Knattspyrnufélagið Reynir verður með fundinn í Reynisheimilinu kl. 20:00
Stýrihópur um stofnun nýs íþróttafélags