Fara í efni

Bæjarhátíð í næstu viku

Bæjarhátíð í næstu viku

Kæru íbúar Suðurnesjabæjar

Vinnuhópurinn í kringum bæjarhátíð í Suðurnesjabæ hefur undanfarið verið að breyta upphaflegu plani hátíðar, hugsað í lausnum og breytt skipulagi nánast daglega.

Nú er svo komið að dagskrá fer að taka á sig lokamynd þó svo að sökum alls geti hún áfram breyst. Næsta vika verður helguð bæjarhátíð í Suðurnesjabæ sem ber vinnuheitið „Litla bæjarhátíðin í Suðurnesjabæ“ og telst upphitun fyrir þann tíma þegar við getum boðið í stærri hátíð og komið saman í stærri hópum. Litaþemað er bleikur og fjólublár og gildir sú litasamsetning fyrir allan Suðurnesjabæ. Við munum leggja okkur fram við að koma dagskrá í öll hús í Suðurnesjabæ um eða eftir helgi. Höldum áfram að virða sóttvarnir og virða þau tilmæli sem í gildi eru.

Skipulagshópur óskar eftir aðstoð ykkar við að koma upplýsingum áfram á meðal íbúa.

Dagskrána má finna hér