Fara í efni

Bæjarhátíð 2021

 

 

„Litla bæjarhátíðin í Suðurnesjabæ“

Dagana 23. ágúst til 29. ágúst ætlum við að lita Suðurnesjabæ bleikum og fjólubláum litum og lýsa umhverfið upp í kringum okkur.

Undirbúningshópur hefur verið að störfum í sumar sem samanstendur af aðilum frá Reyni og Víði, ungmennaráði, björgunarveitum, grunnskólum og starfsfólki stjórnsýslunnar og standa vonir til að hægt verði að vinna með hluta af þeim viðburðum sem búið var að festa í dagskrá og suma þeirra með breyttu sniði. Niðurstaðan er þó sú að sumu hefur þurft að breyta og aflýsa með stuttum fyrirvara.

Hátíðarhöld á laugardagskvöldi bíða betri tíma þar til við getum safnað öllum bæjarbúum og öðrum gestum saman.

Fjölskyldur og vinir eru hvattir til þess að brjóta upp dagana, lita umhverfi sitt bleikum og fjólubláum litum og gera skemmtilega hluti saman innan sinnar „kúlu“.

Föstudagur 27. ágúst - Hattadagur í Suðurnesjabæ
Íbúar og starfsmenn fyrirtækja í Suðurnesjabæ eru hvattir til þess að setja upp hatt í tilefni dagsins. Þeir sem eru með instagram geta merkt þær með @sudurnesjabaer og @hattavinafelagid

Grunnskólarnir: Skemmtilegir skóladagar.
Leikskólarnir: Latibær heimsækir Gefnarborg og Sólborg.

Suðurnesjamót Suðurnesjabæjar í 8. flokki á Nesfisksvellinum.

17.00 - 21.00 - Úr einangrun. Opnun samsýningar Döllu og Braga í Ráðhúsinu í Garði. Sigurður Smári spilar nokkur lög.

Röstin opin föstudag og laugardag frá kl.12.00-20.30.

Í tilefni Litlu bæjarhátíðarinnar í Suðurnesjabæ býður Reykjavík Asian íbúum 15% afslátt af pöntunum með kóðanum litlahatidin2021

Laugardagur 28. ágúst

11.00 - Dorgveiði við Sandgerðishöfn í umsjón Sigurvonar.

Golfmót hjá Golfklúbbi Sandgerðis á Kirkjubólsvelli. Frestað.

Garðskaginn

11.30 - Leikhópurinn Lotta, BMX brós og leiktæki fyrir börn og unglinga.

13.00-17.00

  • Byggðasafnið á Garðskaga - frítt inn.
  • Þekkingarsetur Suðurnesja - frítt inn.
  • Bókasafn Suðurnesjabæjar – Sandgerði.
  • Úr einangrun. Samsýning Döllu og Braga í Ráðhúsinu í Garði.

15.00 - Fótboltaleikur:  Elliði - Víðir á Wurth vellinum

Þekkingarsetur Suðurnesja

18.00-20.00 - Útgáfuteiti - Apótekarinn eftir Smára Guðmundsson

Óskalagakvöldskemmtun í beinni á laugardagskvöldi!

20.30 - Óskalagakvöldi frá Tónlistarskólanum í Garði streymt til íbúa. Hljómsveitin ¾ munu halda uppi stuði og fá góða gesti í heimsókn. Hljómsveitina skipa: Halldór Lárusson trommuleikari, Ólafur Þór Ólafsson gítarleikari og Þorgils Björgvinsson bassa- og gítarleikari. Á píanó verður Birgir Þórisson.

Íbúar eru hvattir til þess að taka þátt heima, syngja og hafa gaman. Hægt verður að senda inn óskalög  á facebook viðburði.

Þeir sem eru með instagram geta merkt þær með @sudurnesjabaer. Hver veit nema við verðum með happdrætti í gangi!

Sunnudagur 29. ágúst
Vöffludagur – íbúar hvattir til þess að hafa sín eigin vöfflupartý heima. Kjörbúðin verður með 30% af grillpylsum frá Kjötsel og af Sveita vöfflumix 30%.

 13.00-17.00

  • Byggðasafnið á Garðskaga- frítt inn.
  • Þekkingarsetur Suðurnesja – frítt inn.
  • Bókasafn Suðurnesjabæjar – Sandgerði.
  • Úr einangrun. Samsýning Döllu og Braga í Ráðhúsinu í Garði.

14.00 – 16.00 – Opið hús í Sjólyst

Sandgerðisskóli – Götubitar
17.00 – 19.30 - Götubitar (matarvagnar) verða við Sandgerðisskóla fyrir þá sem vilja prófa eitthvað nýtt og losna við að elda . 

Við hvetjum íbúa til þess að halda áfram að gæta að sóttvörnum og sýna ábyrga hegðun.

 

Frá Sólseturshátíð

Frá Sandgerðisdögum

Getum við bætt efni síðunnar?