Fara í efni

Aukin ánægja með menningarmál, þjónustu við aldraða og barnafjölskyldur í Suðurnesjabæ.

Aukin ánægja með menningarmál, þjónustu við aldraða og barnafjölskyldur í Suðurnesjabæ.

Í lok árs 2021 tók Suðurnesjabær, í þriðja sinn, þátt í árlegri könnun á vegum Gallup sem lögð er fyrir á meðal íbúa, 18 ára og eldri, hjá 20 stærstu sveitarfélögum landsins. Almennt eru íbúar Suðurnesjabæjar ánægðir með búsetu í Suðurnesjabæ og þá þjónustu sem sveitarfélagið veitir. Ánægja eykst frá fyrri könnun meðal annars um menningarmál, þjónustu við aldraða og barnafjölskyldur. Þá er Suðurnesjabær áfram í efsta sæti í samanburði við önnur sveitarfélög í könnuninni varðandi úrlausnir starfsfólks á erindum sem berast frá íbúum. Bæjarráð Suðurnesjabæjar lýsti ánægju sinni með niðurstöðu könnunarinnar á síðasta fundi sínum en þær munu nýtast í áframhaldandi vinnu við að bæta þjónustu í Suðurnesjabæ.