Fara í efni

Aðalskipulag Suðurnesjabæjar 2022-2034

Aðalskipulag Suðurnesjabæjar 2022-2034

Auglýsing um afgreiðslu og umsögn Suðurnesjabæjar um athugasemdir við auglýsta tillögu

Á fundi bæjarstjórnar 1. febrúar 2023 var tillaga að Aðalskipulagi Suðurnesjabæjar 2022-2023 samþykkt. Jafnframt var samþykkt að senda þeim aðilum sem gerðu athugasemdir afgreiðslu og umsögn bæjarstjórnar um athugasemdir og auglýsa niðurstöðu bæjarstjórnar.

Tillaga að Aðalskipulagi Suðurnesjabæjar 2022-2034 ásamt umhverfismatsskýrslu var auglýst þann 9. nóvember 2022 með fresti til að skila inn umsögnum og athugasemdum til og með 23. desember 2022.

Alls bárust umsagnir og athugasemdir frá 22 aðilum á auglýsingartímanum. Auk þess eru teknar inn athugasemdir sem bárust við kynningu lýsingar vegna aðalskipulagsbreytingar vegna uppbyggingar í landi Gauksstaða og varða tillögu að aðalskipulagi. Um er að ræða athugasemdir frá 13 aðilum. Einnig erindi sem sent var fyrir hönd eigenda jarðarinnar Bala og varðar sjóvarnir, en erindið barst fyrir auglýsingartímann.

Samþykkt bæjarstjórnar ásamt afgreiðslu og umsögn um athugasemdir er hægt að nálgast hér að neðan.