Fara í efni

Aðalskipulag Suðurnesjabæjar

Aðalskipulag Suðurnesjabæjar

Aðalskipulag Suðurnesjabæjar - Skipulags- og matslýsing fyrir heildarendurskoðun.

Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar samþykkti þann 3. mars 2021 að skipulags-og matslýsing aðalskipulags Suðurnesjabæjar verði kynnt íbúum og öðrum hagsmunaaðilum. Jafnframt verði leitað umsagnar hjá Skipulagsstofnun og hjá þeim umsagnaraðilum sem tilgreindir eru í lýsingunni og í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Nýtt aðalskipulag Suðurnesjabæjar felur í sér endurskoðun gildandi aðalskipulaga, þ.e. Aðalskipulags Garðs 2013-2030 og Aðalskipulags Sandgerðisbæjar 2008-2024. Innan sveitarfélagamarka er einnig í gildi Aðalskipulag Keflavíkurflugvallar 2013-2030, en það er ekki  hluti af endurskoðuninni.

Í skipulags- og matslýsingu er farið yfir ýmis atriði sem skipta máli við endurskoðun aðalskipulaga í Suðurnesjabæ. Skipulags- og matslýsing er verklýsing þar sem m.a. er gerð grein fyrir ástæðum endurskoðunar, afmörkun, gildistíma, helstu áherslum, forsendum, fyrirliggjandi stefnu, samráði, tímaferli og umhverfismati áætlunar.

Skipulags- og matslýsingin verður til sýnis á bæjarskrifstofunni að Sunnubraut 4 og á heimasíðu Suðurnesjabæjar  frá og með þriðjudeginum 16. mars 2021 til og með miðvikudeginum 31. mars 2021. Kynning á skipulags- og matslýsingu fer fram fimmtudaginn 25. mars kl 19.30 í Vörðunni, Miðnestorgi 3. Athugið að vegna sóttvarnareglna þarf að skrá sig á viðburðinn á afgreidsla@sudurnesjabaer.is ef ætlunin er að mæta á staðinn. Einnig er hægt að tilkynna þátttöku í síma 425 3000.

Umsagnir um skipulags- og matslýsinguna skulu berast til Suðurnesjabæjar á afgreidsla@sudurnesjabaer.is eða bréfleiðis á skrifstofu sveitarfélagsins Sunnubraut 4, 250 Suðurnesjabæ undir yfirskriftinni „Aðalskipulag Suðurnesjabæjar“. Frestur til að skila inn er til og með 31. mars 2021.

Að auki er hægt að koma á framfæri hugmyndum og ábendingum í gegnum Betri Suðurnesjabæ.