Ljósleiðari í dreifbýli
Suðurnesjabær fékk úthlutað styrk úr Fjarskiptasjóði til að vinna að ljósleiðaratenginu í dreifbýli í Suðurnesjabæ og er nú unnið að hönnun kerfisins.
Styrkhæfir staðir þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði til að tengjast verkefninu og miðast þau skilyrði við reglur frá Fjarskiptasjóði.
Styrkhæfir staðir eru:
- heimili í dreifbýli Suðurnesjabæjar þar sem skráður er íbúi (eða íbúar) er skráður með lögheimili og hefur þar heilsársbúsetu.
- fyrirtæki með heilsársstarfsemi í dreifbýli Suðurnesjabæjar með heilsársstarfsemi og viðveru í viðkomandi húsi eða íbúð
- kirkjur í dreifbýli Suðurnesjabæjar, veiðihús, félagsheimili o.s.frv.
- fjarskiptastaðir og veitumannvirki
- Staðir í dreifbýli Suðurnesjabæjar þar sem hvorki er nú í boði né staðfest áform markaðsaðila um að bjóða uppá 100MB/s eða stærri þráðbundna NGA tengingu.
Tengja má eitt hús (fasteign) eða heimili á hverjum stað skv. staðalista. Á kortavefsjá Suðurnesjabæjar er hægt að sjá þá staði sem áætlað er að geti tengst ljósleiðarakerfinu. Almennt gildir að aðrir staðir í Suðurnesjabæ geta nú þegar fengið ljósnetstengingu, a.m.k. 50 Mb/s.
Ljósleiðarastrengur verður lagður inn fyrir útvegg á ofangreindu heimili/atvinnuhúsnæði og tengdur ljósleiðarakerfinu. Ef leggja þarf innanhússlagnir frá inntaki ljósleiðara, eru slíkar lagnir í umsjón og á ábyrgð eiganda tengistaðar. Ljósleiðarakerfið verður frágengið á þann hátt að þjónustuveitendur geti veitt fjarskiptaþjónustu, þ.e. Internet- og tölvupóstþjónustu, auk hágæða sjónvarpsþjónustu, til viðkomandi tengistaða/notenda. Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar ákvað á fundi sínum 3. febrúar 2021 tengigjöld fyrir styrkhæfa aðila. Stofngjald vegna tengingar hvers tengistaðar/notanda er kr. 200.000 fyrir styrkhæfa staði í dreifbýli og kr. 250.000 fyrir aðra innan dreifbýlis (s.s. eigendur frístundahúsa).
Reikningar verða sendir í tveimur hlutum. Helmingur gjalds greiðist við umsókn og seinni hlutinn þegar tenging er komin á við viðeigandi staðfang. Athygli er vakin á því að umsækjendum gefst tækifæri á að óska eftir greiðsludreifingu.
Aðilar sem vilja taka þátt í verkefninu eru beðnir um að fylla út rafrænt eyðublað á heimasíðu Suðurnesjabæjar. Einnig er hægt að skila inn umsókn í Ráðhús Suðurnesjabæjar, Sunnubraut 4, 250 Suðurnesjabæ.
Nánari upplýsingar um verkefnið veitir Guðmundur Gunnarsson á netfangið gg@raftel.is
Umsókn um ljósleiðaratengingu í dreifbýli - rafræn skilríki
Umsókn um ljósleiðaratengingu í dreifbýli - ekki rafræn skilríki