Vitadagar-hátíð milli vita
Bæjarhátíðin Vitadagar-hátíð milli vita hefst mánudaginn 26.ágúst næstkomandi.
Dagskráin er fjölbreytt og stendur frá mánudeginum 26.ágúst til sunnudagsins 1.september.
Hátíðarsvæðið í ár er við Sandgerðisskóla en hátíðarsvæðið skiptist á milli bæjarkjarna á milli ára og var síðast á Garðskaga.
Við viljum sérstaklega hvetja fólk til að skreyta nærumhverfi sitt með hverfalitunum en skiptinguna má sjá hér fyrir Garðinn og hér fyrir Sandgerði.
Fylgist endilega með á Facebook síðu Vitadaga, en þar koma inn ýmsar upplýsingar.
Það er lífleg og skemmtileg vika framundan í Suðurnesjabæ sem við vonum að bæjarbúar taki virkan þátt í.
Hér má nálgast dagskrá Vitadaga-hátíð milli vita.
Mánudagur 26. ágúst
15:00-18:00 Eftirmiðdagskaffi eldri borgara á Kaffi Golu, Hvalsnesi
- Kaffiveitingar til sölu. Hvalsneskirkja opin með leiðsögn. Dr. Sólveig Ólafsdóttir sagnfræðingur sem ættuð er frá Nýlendu við Hvalsnes flytur fyrirlesturinn „Sálin og fiskurinn”
Kl. 16:00. 16:30 Fjölskylduquiz á Bókasafni Suðurnesjabæjar
- Hvað veistu mikið um bæinn þinn? Fróðleg og skemmtileg samverustund á bókasafninu.
19:00 Litaganga á stígnum á milli Garðs og Sandgerðis.
- Gengið frá Þekkingarsetrinu í Sandgerði kl. 18:45 og frá Víðisvelli í Garði kl. 19:00 að Golfskálanum.
- Grill í boði Kjörbúðarinnar, kjötsúpa í boði Skólamatar og Heiður Trúbadorar.
Þriðjudagur 27. ágúst
17:00-20:00 Fjölskylduleikar á Hvalsnesi
- Mæting á Kaffi Golu.
- Ýmsar þrautir: belgjahopp, hringjakast og fleira.
- Veitingasala á Kaffi Golu: Lasagne, grjónagrautur og skúffukaka í eftirrétt.
18:00 Vitahlaupið
- Tvær hlaupaleiðir í boði, skráning og nánari upplýsingar á netskraning.is/vitahlaupid.
- Frítt í pottana fyrir þátttakendur í sundlaugunum í Garði og Sandgerði til 21:00.
19:00 Sjósund á Garðskaga í umsjón Gauju og Bylgju
- Frítt í pottana fyrir þátttakendur í sundlaugunum í Garði og Sandgerði til 21:00.
19:00-22:00 Prjónakaffi í Auðarstofu
- Öll velkomin. 200 kr. kaffisjóður.
Miðvikudagur 28. ágúst
17:00 Fjölskyldubingó í Samkomuhúsinu í Sandgerði í umsjón barna- og unglingaráðs Reynis/Víðis.
- Pizzusala og sjoppa á staðnum.
- Bingóspjald: 1.000 kr.
17:00-19:30 Opið hjá AtlantikH Strandgötu 22
- Íslensk hönnun úr íslensku lambaleðri og fiskroði. Góð tilboð og léttar veitingar.
17:30 Söguganga í Garði
- Söguganga Merkra manna um merkingu gamalla húsa í Suðurnesjabæ.
- Gengið um Garð. Mæting á Skagabraut 86, Hólavöllum.
18:00 Stinger körfuboltakeppni
- Stinger körfuboltakeppni fyrir utan Gerðaskóla.
- Engin skráning bara mæta á staðinn
19:30 Skvízukvöld á Sjávarsetrinu
- Marta Eiríks, jógakennari kynnir nýjustu bókina sína: Orkuljósin sjö-viskan innra með þér.
- Söngdívur skemmta gestum.
- Leynigestur.
- Sjávarréttasúpuhlaðborð á 2.200 kr.
20:30-21:30 Bílskúrsæfing
- Hljómsveit Guðmundar Ingólfssonar, Sunnubraut 18, Garði. Gestir og gangandi velkomin.
20:00-23:00 Lopapeysupartý í Þorsteinsbúð, Björgunarsveitarhúsinu í Garði
- Fram koma: Flóni, Guðjón Þorgils, Róbert Andri og hljómsveitin Payroll.
- Frítt er á viðburðinn sem er áfengis-og vímuefnalaus. 15 ára aldurstakmark.
Fimmtudagur 29. ágúst
12:00 Hádegisskemmtun hjá grunnskólum Suðurnesjabæjar fyrir nemendur.
17:00 Gallerí Skart 10 ára
- Í tilefni afmælisins er gestum boðið að Kríulandi 8.
- Grill, hoppukastali og fleira.
17:00 Bílskúrstónleikar hjá hljómsveitinni Aesculus
- Í portinu við Vélsmiðju Sandgerðis, Vitatorgi 5.
17:30 Söguganga í Sandgerði
- Söguganga Merkra manna um merkingu eldri húsa í Suðurnesjabæ.
- Gengið um Sandgerði. Mæting í Vélsmiðju Sandgerðis, Vitatorgi 5.
18:00 Snúran, tónleikar á tjaldsvæðinu í Sandgerði
- Fram koma: Daníel Hjálmtýsson, Hobbitarnir, Fríða Dís og Soffía Björg.
- Grillaðar pylsur í boði iStay.
20:30 Partý bingó í Samkomuhúsinu í Sandgerði í umsjón barna- og unglingaráðs Reynis/Víðis.
- Bingóstjórar: Eva Ruza og Hjálmar Örn.
- Veitingasala á staðnum.
- 18 ára aldurstakmark.
- Bingóspjald: 1.000 kr.
Föstudagur 30. ágúst
10:00-17:00 Fisktækniskóli Íslands
- Opið hús í Fisktækniskóli Íslands að Sólheimum 5.
13:00-17:00 Hoppland við Sandgerðishöfn
- Hægt að leigja blautbúninga.
- Pallar, trampólín og mikil gleði.
15:30 Norðurbær-Suðurbær
- Fótboltamótið Norðurbær-Suðurbær fer fram á Brons vellinum.
- Skráning og nánari upplýsingar á nordursudurbaer.is/skraning.
19:00 Saltfiskveisla í Reynisheimilinu
- Fiskiveisla, Jón Jónsson, happdrætti, uppboð og fleira.
- Veislan er partur af Norðurbær-Suðurbær mótinu. Þau sem hafa hug á að komast eingöngu í veisluna er bent á að senda skilaboð á Arnar Óskarsson í s: 821 4036.
23:00 Stórdansleikur með Stuðlabandinu
- Ball í Samkomuhúsinu í Sandgerði. Miðaverð við hurð: 5.500 kr
Laugardagur 31. ágúst
Hátíðarsvæði við Sandgerðisskóla
- Hoppukastalar, hringekja og loftboltar
- Sölubásar í umsjón Barna og unglingaráðs Reynis/Víðis.
13:00-15:00 Andlitsmálning barnanna
14:00-16:00 Háskólalestin
- Háskólalest Háskóla Íslands verður með opið vísindahús í sal Sandgerðisskóla. Fjör og fræðsla fyrir alla fjölskylduna.
13:00-15:30 Fjölskylduskemmtun á sviði
- Leikskólabörn Suðurnesjabæjar syngja
- Söngvasyrpa Lottu. Atriðið er brot af því besta í gegnum árin.
- VÆB bræður
- Bestu lög barnanna
- BMX brós
20:00-22:00 Kvöldskemmtun á sviði
- Lalli Töframaður
- Jóhanna Guðrún
- Birnir
- Róbert Andri með brekkusöng
- Sigga og Grétar flytja vinsælustu Stjórnar smellina
22:15 Flugeldasýning í umsjá Björgunarsveitarinnar Sigurvonar
- Staðsetning: Sjávargata við Sandgerðishöfn.
Dagskrá utan hátíðarsvæðis
9:00 Golfklúbbur Sandgerðis-Opna Icewear mótið - Skráning á golf.is/golfbox. Mótsgjald: 6.500 kr. Glæsilegir vinningar.
10:00-20:00 Fornbílasýning - Fornbílar til sýnis á planinu við gömlu slökkvistöðina í Sandgerði.
11:00 Dorgveiðikeppni við Sandgerðishöfn
16:00 Bjórhlaup Litla brugghússins - Mæting kl. 15:30 við Víðishúsið. Forskráning og nánari upplýsingar á Facebook undir „Bjórhlaup Litla brugghússins“ Þátttökugjald 4.000 kr. en 4.500 kr. á hlaupadegi.
16:00 Reynir-Haukar á Brons vellinum
14:00-17:00 Opið hús í Miðhúsum - Kaffi og kleinur, söluvarningur og nemendur úr Tónlistarskóla Sandgerðis.
22:30 Sjávarsetrið - Diddi trúbador spilar að lokinni flugeldasýningu, frítt inn.
Sunnudagur 1. september
12:00-13:00 Þrautabraut fyrir yngstu börnin
- 1-5 ára börn velkomin með forráðamönnum í íþróttahúsið í Sandgerði.
13:00-17:00 Þekkingasetur Suðurnesja
- Spjaldtölvuforritið Fróðleiksfúsi, sýningar Þekkingarsetursins og listaverk vinnuskóla Suðurnesjabæjar. Fróðleiksfúsi er aðgengilegur bæði á íslensku og pólsku.
- Boðið verður upp á grillaðar pylsur frá kl. 13:00-14:00.
21:00 Ásgeir Trausti – Einför um Ísland
- Tónleikar með Ásgeiri Trausta í Útskálakirkju. Miðasala á Tix.is
Aðrir viðburðir
Bragginn Skagabraut 17
- Opið miðvikudag og fimmtudag frá kl. 13:00-16:30.
Byggðasafnið á Garðskaga
- Opið alla daga frá kl. 10:00-17:00.
- Sýning á ljósmyndum úr Garði og Sandgerði.
- Sýning um vitana í Suðurnesjabæ.
- Hugur, heimili og handverk Suðurnesjamanna.
Íþróttamiðstöðvar Suðurnesjabæjar
- Frítt í opna hóptíma alla vikuna. Tímar auglýstir á Facebook síðum íþróttamiðstöðvanna.
Sjólyst/Unuhús
- Opið laugardag og sunnudag frá kl. 13:00-17:00.
- Kaffi og vöffur á boðstólum. Nemendur úr Tónlistarskólanum í Garði koma fram kl. 15:00 báða dagana.
Styttu og ævintýragarðurinn Urðarbraut 4
- Opið mánudag-fimmtudag frá kl. 14:00-17:00.
Þekkingarsetur Suðurnesja
- Opið mán-fim frá 10:00-16:00 og lau-sun frá 13:00-17:00.