Vinnufúsar hendur í Miðhúsum
Vinnufúsar hendur í Miðhúsum
22. október 2020
Í Miðhúsum kemur saman fríður hópur kvenna sem kalla sig „Vinnufúsar hendur“ en árlega baka þær kleinur og vöfflur og selja. Þetta hafa þær gert m.a. á Sandgerðisdögum. Þær eru einnig með ýmsar handunnar vörur frá þeim sjálfum, að mestu prjónavörur, sem þær selja einnig í Miðhúsum. Fjármagnið sem þessar Vinnufúsu hendur safna nýta þær til að gefa af sér og að þessu sinni gáfu þær félagsstarfinu í Miðhúsum veglegt billjardborð.
Hópurinn „Vinnufúsar hendur“ samanstendur af tveimur starfsmönnum Miðhúsa, þeim Anne Lise Jenssen og Líneyju Baldursdóttur ásamt Heiðu Sæbjörnsdóttur, Svölu Guðnadóttur, Áslaugu Torfadóttur, Fanneyju Sæbjörnsdóttur, Unni Ósk Valdimarsdóttur , Guðbjörgu Bjarnadóttur og Elsu Þorvaldsdóttur. Á myndina vantar Anne Lise.