Vilt þú vera með í Safnahelgi á Suðurnesjum?
Safnahelgi á Suðurnesjum fer fram 11.–12. október 2025 og við leitum að nýjum þátttakendum!
Safnahelgin er árlegt samstarfsverkefni þar sem söfn, setur, sýningar, félög og aðrir aðilar á Suðurnesjum leiða saman krafta sína til að bjóða upp á fjölbreytta og lifandi menningardagskrá fyrir alla aldurshópa.
👉 Ertu með hugmynd að viðburði, sýningu, tónleikum, vinnustofu, barnastarfi eða öðru sem gæti átt heima á Safnahelgi?
Við viljum heyra frá þér!
Þátttaka er einföld og allir eru velkomnir – stórir sem smáir.
Sendu okkur póst fyrir 25. september á netfangið sem tilheyrir þínu bæjarfélagi:
Grindavík: eggert@grindavik.is
Reykjanesbær: menningarfulltrui@reykjanesbaer.is
Suðurnesjabær: margret@sudurnesjabaer.is
Vogar: astaf@vogar.is
Komdu og vertu með í að skapa fjölbreytta og lifandi Safnahelgi á Suðurnesjum! ✨