Fara í efni

Vilt þú móta framtíðina með okkur?

Vilt þú móta framtíðina með okkur?

Skólafélagsráðgjafi við grunnskóla Suðurnesjabæjar og Voga

Fjölskyldusvið Suðurnesjabæjar óskar eftir að ráða skólafélagsráðgjafa í fullt starf við grunnskóla Suðurnesjabæjar og sveitarfélagsins Voga. Grunnskólar sveitarfélaganna eru þrír, Gerðaskóli, Sandgerðisskóli og Stóru- Vogaskóli. Um er að ræða nýja stöðu vegna innleiðingar laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna. Viðkomandi þarf að hafa menntun og starfsréttindi félagsráðgjafa ásamt þekkingu á úrræðum bæði ríkis og sveitarfélaga.

Viðkomandi verður starfsmaður Suðurnesjabæjar sem er næst stærsta sveitarfélagið á Suðurnesjum með um 3.900 íbúa og 280 starfsmenn.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Nemendaráðgjöf m.a. vegna félaglegs, námslegs og/eða tilfinningalegs vanda
  • Foreldraráðgjöf vegna nemenda.
  • Ráðgjöf og handleiðsla við starfsmenn skóla vegna nemenda.
  • Samþætt þjónusta í þágu farsældar barna, tengiliður skóla.
  • Sjálfstyrkinganámskeið fyrir minni og stærri hópa.
  • Forvarnarvinna í samráði við skólastjóra og þátttaka í mótun forvarnaráætlana.
  • Samvinna við aðila innan skóla og utan sem tengdir eru málefnum einstakra nemenda og/eða nemendahópa.
  • Þátttaka í mótun og þróun úrræða fyrir nemendur.
  • Þátttaka í viðbragðsteymi skólanna sem virkjað er þegar alvarleg mál koma upp.
  • Fundarseta í nemendaverndarráðum skólanna.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólapróf í félagsráðgjöf og starfsréttindi félagsráðgjafa á Íslandi.
  • Þekking og reynsla af viðtalstækni er æskileg og reynsla af því að ræða við börn er skilyrði.
  • Þekking og vinnsla með greiningartæki er kostur (s.s. Estermat)
  • Geta til að nýta viðurkennda vísindalega þekkingu við úrlausn mála.
  • Áhugi á að vinna að velferð barna og ungmenna.
  • Krafa er um lipurð í samskiptum, jákvæðni og sveigjanleika.
  • Hæfni til að tjá sig í ræðu og koma frá sér vönduðum skriflegum texta.
  • Frumkvæði, skipulagshæfileikar og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor, að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu.

Skilyrði er að viðkomandi hafi hreint sakavottorð og gild ökuréttindi

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Félagsráðgjafafélags Íslands.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Umsókn skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starf skólafélagsráðgjafa.

Umsóknarfrestur er til og með 20. janúar 2023.

Nánari upplýsingar um starfið veita Bryndís Guðmundsdóttir, deildarstjóri fræðsluþjónustu, bryndis@sudurnesjabaer.is og Guðrún Björg Sigurðardóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs, gudrun@sudurnesjabaer.is eða í síma 425-3000.

Umsóknum skal skilað á rafrænu formi á Alfreð.is.