Fara í efni

Verkstjóri í vinnuskóla Suðurnesjabæjar

Verkstjóri í vinnuskóla Suðurnesjabæjar

Suðurnesjabær auglýsir eftir áhugasömum einstaklingi í starf verkstjóra vinnuskóla.

Starf verkstjóra felst í að skipuleggja og stjórna starfi vinnuskólans, leiðbeina og samræma vinnu flokkstjóra og útdeila verkefnum og fræða um rétt vinnubrögð og verkþætti í starfinu. Verkstjóri ber ábyrgð á skilum á tímaskráningum til launafulltrúa. Verkstjóri skal skila greinargerð um vinnuskólann að sumri loknu.

Verkstjóri skal vera  fyrirmynd hvað varðar heilbrigðan lífsstíl, stundvísi og tillitssemi.

Helstu verkefni

  • Ber daglega ábyrgð og yfirumsjón á skipulagningu og starfsemi vinnuskólans.
  • Vinnur markvisst að því að efla liðsheild og góða líðan starfsfólks og nemenda í vinnuskólanum.
  • Hefur samskipti við forráðamenn, viðeigandi stofnanir og deildir.
  • Forgangsraðar, samræmir og setur flokkstjórum vinnuskóla fyrir verkefni og tekur þátt í störfum þeirra.
  • Leiðbeinir flokkstjórum um verklag og aðferðir og hefur eftirlit með að vel og rétt sé unnið. Gætir þess að ávallt liggi skýrt fyrir hvaða verkefnum flokkstjórar eigi að sinna.
  • Hefur frumkvæði að lausn verkefna á því sviði sem undir hann heyra og hann starfar að.
  • Staðfestir vinnutíma nemenda og flokkstjóra vinnuskóla og skilar til yfirmanna.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • að hafa náð 22 ára aldri
  • að vera lausnarmiðaður og skipulagður
  • hafa góða færni í samskiptum og hæfni til að stýra fólki
  • sé reyk- og tóbakslaus
  • hafi bílpróf
  • hreint sakavottorð. Allir umsækjendur þurfa að gefa leyfi fyrir að upplýsinga um þá sé aflað úr sakaskrá, sbr. 10. gr. laga nr.70/2007

Laun fara eftir kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Umsóknarfrestur er til og með 1.apríl 2022

Umsóknum um starfið þarf að fylgja ferilskrá og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið á afgreidsla@sudurnesjabaer.is

Umsóknareyðublað 

Nánari upplýsingar veitir Rut Sigurðardóttir, deildarstjóri frístundaþjónustu á rut@sudurnesjabaer.is