Fara í efni

Vegna niðurgreiðslu strætómiða

Vegna niðurgreiðslu strætómiða

 Í ljósi þess að sölu strætómiða og miðaraða í lausasölu hefur verið hætt hjá Strætó bs. og þ.m.t. í íþróttamiðstöðum Suðurnesjabæjar er upplýst um það að unnið er að því að leita leiða til að tryggja áframhaldandi niðurgreiðslu á farmiðum ungmenna í Suðurnesjabæ.

Suðurnesjabær hefur niðurgreitt miða ungmenna í sveitarfélaginu sem nýtast m.a. fyrir leiðir 55, 88 og 89 og teljast sem landsbyggðaferðir, meira en mörg önnur sveitarfélög. Hér er því ekki um að ræða innanbæjarferðir eða ferðir á vegum Suðurnesjabæjar.

Ítrekað er að unnið er að því að leita lausna til að tryggja endurgreiðslu eða áframhaldandi niðurgreiðslu en fram að þeim tíma eru íbúar hvattir til þess að halda utan um kvittanir vegna kaupa á fargjaldi á þessum leiðum.