Fara í efni

Upplýsingar í kjölfar eldgoss á Reykjanesi

Upplýsingar í kjölfar eldgoss á Reykjanesi

Eftirfarandi er til upplýsingar fyrir íbúa Suðurnesjabæjar:

Almannavarnir hafa lýst yfir hættuástandi vegna eldgoss við Fagradalsfjall. Vegna eldgossins og mögulegra afleiðinga þess er gott fyrir íbúa Suðurnesjabæjar að kynna sér ýmsar leiðbeiningar, upplýsingar og aðgerðaáætlanir sem hafa verið gefnar út. Þar á meðal er rýmingaráætlun Suðurnesjabæjar, sem má finna á heimasíðu sveitarfélagsins.

Varðandi mögulega loftmengun frá eldgosinu er bent á vefsíðuna loftgæði.is sem er á vef Umhverfisstofnunar. Þar má finna loftgæðamæla sem eru staðsettir í Sandgerði og í Garði auk fleiri mæla á á svæðinu. Einnig er íbúum bent á að fylgjast með veðurspám og spám Veðurstofunnar um dreifingu mengunar frá eldgosinu.

Fyrirmæli varðandi hugsanlegar aðgerðir sem snúa að íbúum eru gefin út af Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og aðgerðastjórn Almannavarna á Suðurnesjum.  Á vef Almannavarna má finna ýmsar frekari upplýsingar.

Ýmsar upplýsingar sem tengjast framangreindu má m.a. finna á eftirfarandi vefsíðum: