Fara í efni

Uppbyggingasjóður Suðurnesja úthlutar styrkjum fyrir árið 2021

Uppbyggingasjóður Suðurnesja úthlutar styrkjum fyrir árið 2021

Uppbyggingarsjóður Suðurnesja hefur úthlutað styrkjum fyrir árið 2021. Umsóknir sem bárust voru samtals 72 talsins og hljóðuðu  styrkbeiðnir upp á rúmlega 193 milljónir króna. Úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs úthlutaði að þessu sinni fjárhæðum til 39 verkefna og er gaman að sjá að á listanum eru þónokkur verkefni sem tengjast Suðurnesjabæ. Yfirlit yfir þau verkefni sem hlutu styrki má sjá á heimasíðu Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.

Við í Suðurnesjabæ þökkum fyrir okkur og óskum öðrum styrkhöfum til hamingju með sína styrki.

Listaverkið Álög sem er við innkomuna í Sandgerði er eitt af þeim verkum sem verður merkt á Listaverkastígnum. Myndina tók Halldór Lárusson.