Fara í efni

Tillaga að deiliskipulagi Gerðatúns Efra, Suðurnesjabæ

Tillaga að deiliskipulagi Gerðatúns Efra, Suðurnesjabæ

Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar samþykkti á fundi sínum þann 6. apríl 2022, í samræmi við  41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, að auglýsa deiliskipulagstillögu að reit sem áður var kallaður Gerðatún Efra og afmarkast af Melbraut, Heiðarbraut og Valbraut.  Í tillögunni  felst uppbygging þriggja nýrra fjölbýlishúsa á tveimur hæðum með 16 íbúðum með innakstri frá Melbraut og útakstri við Valbraut.  Einnig er gert ráð fyrir leiksvæði innan reitsins líkt og verið hefur.  Sjá svæði auðkennt ÍB5 í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Garðs 2013-2030.

Tillagan er aðgengileg á heimasíðu Suðurnesjabæjar og í Ráðhúsinu Garði, Sunnubraut 4 á opnunartíma frá 21. apríl til 3. júní 2022.  Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eru hvattir til að kynna sér tillögurnar.  Ábendingum og athugasemdum skal skila skriflega til skipulagsfulltrúa eða senda á netfangið jonben@sudurnesjabaer.is eigi síðar en 3. júní 2022.

Tillaga að deiliskipulagi Gerðatúns Efra

Suðurnesjabæ 20. apríl 2022.

Jón Ben Einarsson skipulagsfulltrúi