Fara í efni

Tilkynning frá HS Veitum - Lokun á heitu vatni miðvikudagsvöldið 22. október

Tilkynning frá HS Veitum - Lokun á heitu vatni miðvikudagsvöldið 22. október

Vegna viðgerðar á stofnlögn hitaveitu við Njarðarbraut verður lokað fyrir heitt vatn á þjónustusvæði HS Veitna í Ytri-Njarðvík, Keflavík og Suðurnesjabæ að kvöldi miðvikudags 22. október frá kl. 22:00.

Áætlað er að viðgerðin taki um þrjár klukkustundir, en gæti dregist eitthvað fram á nótt. 

Við biðjum íbúa og fyrirtæki á svæðinu að gera ráðstafanir í samræmi við þetta og sýna þolinmæði á meðan unnið er að viðgerðinni.

Starfsfólk HS Veitna vinnur að því að ljúka verkinu eins fljótt og örugglega og hægt er.
Fylgst verður með framvindu og upplýsingar uppfærðar á hsveitur.is og samfélagsmiðlum HS Veitna.

Við þökkum ykkur fyrir þolinmæðina og skilninginn.

Frétt á heimasíðu HS Veitna