Fara í efni

Þakkir við starfslok sviðsstjóra stjórnsýslusviðs

Þakkir við starfslok sviðsstjóra stjórnsýslusviðs

Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs Suðurnesjabæjar hefur látið af störfum hjá sveitarfélaginu. 

Fundur bæjarstjórnar þann 7. júní sl., var síðasti fundur bæjarstjórnar þar sem Bergný Jóna annaðist fundarritun. Í fundargerð bæjarstjórnar kemur m.a. fram að Bergný Jóna hafi hafið störf sem sviðsstjóri stjórnsýslusviðs í kjölfar sameiningar Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs haustið 2018 og hefur annast fundaritun bæjarstjórnar og bæjarráðs allt frá þeim tíma. Bæjarstjórn þakkar Bergný Jónu fyrir gott samstarf og hennar framlag til starfa bæjarstjórnar og bæjarráðs og óskar henni farsældar í lífi og störfum í framtíðinni.

Á meðfylgjandi mynd afhentir Einar Jón Pálsson forseti bæjarstjórnar Bernýju Jónu blómvönd með þakklæti fyrir samstarf við bæjarráð og bæjarstjórn og fyrir hennar störf í þágu Suðurnesjabæjar.