Fara í efni

Sumarstörf í Þekkingarsetri Suðurnesja

Sumarstörf í Þekkingarsetri Suðurnesja

Þekkingarsetur Suðurnesja auglýsir eftir tveimur háskólanemum í sumarstörf hjá setrinu. Þekkingarsetrið er miðstöð rannsókna í náttúruvísindum og er staðsett í Sandgerði.

Sumarstörfin fela í sér fjölbreytt verkefni er snúa meðal
annars að skipulagningu og framkvæmd sumarnámskeiða
fyrir börn og þátttöku í verkefni um þróun raungreinabúða
á Reykjanesi fyrir grunn- og framhaldsskólanemendur, sem
unnið er í samstarfi við GeoCamp Iceland.

Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólanemi – kostur að stundað sé nám sé í raunvísindum
eða menntunarfræðum.
• Stundvísi, frumkvæði, samviskusemi og sjálfstæð
vinnubrögð.
• Áhugi á því að starfa með börnum og ungmennum. Reynsla
á því sviði er kostur.
• Færni í mannlegum samskiptum.
• Góð íslenskukunnátta, bæði í ræðu og riti.

Sumarstörfin eru á tímabilinu 1. júní til 16. ágúst.

Umsóknarfrestur er til og með 19. mars. Umsóknir ásamt
kynningarbréfi og ferilskrá skulu berast í tölvupósti á netfangið
thekkingarsetur@thekkingarsetur.is

Nánari upplýsingar veitir Hanna María Kristjánsdóttir, forstöðumaður, í
síma 423-7555 og tölvupósti hanna@thekkingarsetur.is