Sumarstörf 17 ára og eldri og Vinnuskólinn í Suðurnesjabæ sumarið 2025
Við í Suðurnesjabæ eru afar stolt af því að geta boðið upp á sumarstörf fyrir 17 ára og eldri, sérstaklega í ljósi þess að yfirvöld hafa hvatt sveitarfélög til að skapa slík störf í sumar. Sumarstöf fyrir 17 ára og eldri hófu störf 19. maí sl. og vinna þau mest við sláttur og önnur garðyrkjustörf. Um 35 manns starfa í þessum störfum hjá sveitarfélaginu í sumar.
Ungmenni í Suðurnesjabæ hófu einnig störf í vinnuskólanum um miðjan júní og hafa bæjarbúar líklega orðið varir við ungmenni í gulum vestum að róta í beðum eða hreinsa göturnar.
Í Vinnuskólanum í ár eru rúmlega 120 nemendur á aldrinum 14-16 ára. Mörg þeirra eru að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði og er vinnuskólinn oft fyrsta launaða starfið þeirra. Þess má geta að ungmennum í Suðurnesjabæ stendur til boða að vinna að meðaltali fleiri tíma í vinnuskólanum á hærri launum en ungmenni í nágranna sveitarfélögunum okkar.
Ungmenni vinnuskólans eru að læra á vinnumarkaðinn en um leið að fegra bæinn okkar. Lögð er áhersla á að vel takist til og að upplifunin af vinnu sé jákvæð og uppbyggileg. Flestir nemendur vinnuskólans sinna umhirðu á opnum svæðum en hafa ber í huga að vinnuskólinn er skóli þar sem nemendur fá fræðslu um ýmislegt sem tengist hinum almenna vinnumarkaði, vinnutengdum málefnum o.fl. Á meðan á vinnuskólanum stendur verður boðið upp á fræðsludag ásamt því verður boðið upp á örfyrirlestra um málefni sem tengjast ungu fólki í dag.
Það er mikið um að vera í Suðurnesjabæ þessa dagana!