Fara í efni

Sumarnámskeið barna - umsjónarmaður

Sumarnámskeið barna - umsjónarmaður

Suðurnesjabær leitar að áhugasömum einstaklingum til að sjá um leikjanámskeið sumarsins. Námskeiðin samanstanda af leikjanámskeiðum og kofabyggð. Viðkomandi þarf að geta skipulagt daglegt starf námskeiðanna og stjórnað ungmennum úr vinnuskóla sem verða til aðstoðar. Umsjónarmaður námskeiðanna þarf að vera hugmyndaríkur, sýna sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð, góða hæfni í mannlegum samskiptum auk reynslu og ánægju af að vinna með börnum. Umsækjandinn þarf að vera eldri en 20 ára. Sakavottorðs er krafist. 

Helstu verkefni

  • Ber daglega ábyrgð og yfirumsjón á skipulagningu og starfsemi leikjanámskeiða og kofabyggðar.
  • Gera dagskrá og skipuleggja verkefni námskeiðanna.
  • Vinnur markvisst að því að efla liðsheild og góða líðan þátttakenda í sumarnámskeiðum.
  • Hefur samskipti við forráðamenn, viðeigandi stofnanir og deildir.
  • Hefur frumkvæði að lausn verkefna á því sviði sem undir hann heyra.
  • Staðfestir vinnutíma ungmenna úr vinnuskóla skilar til yfirmanna.
  • Önnur tilfallandi verkefni.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • að hafa náð 20 ára aldri
  • að vera hugmyndaríkur og verklaginn
  • að vera lausnarmiðaður og skipulagður
  • hafa góða færni í samskiptum og hæfni til að stýra fólki
  • sé reyk- og tóbakslaus
  • hafi bílpróf
  • hreint sakavottorð. Allir umsækjendur þurfa að gefa leyfi fyrir að upplýsinga um þá sé aflað úr sakaskrá, sbr. 10. gr. laga nr.70/2007

Umsóknum um starfið þarf að fylgja ferilskrá og skal skila í síðasta lagi 20. mars n.k. á afgreidsla@sudurnesjabaer.is

Umsóknareyðublað

Nánari upplýsingar veitir Rut Sigurðardóttir, deildarstjóri frístundaþjónustu á rut@sudurnesjabaer.is