Fara í efni

Suðurnesjabær byggir nýjan leikskóla

Suðurnesjabær byggir nýjan leikskóla

Í dag hófust framkvæmdir við nýjan leikskóla í Suðurnesjabæ með því að fjögur börn í leikskólunum Gefnarborg og Sólborg tóku fyrstu skóflustungu að framkvæmdinni. Börnin sem tóku skóflustungu eru Gabríel Hrannar Samúelsson, Ragnheiður Dröfn Gísladóttir, Heiðar Helgi Gunnlaugsson og Júlía Margrét Guðmundsdóttir. Nú hefst jarðvinna verksins en Ellert Skúlason ehf. mun vinna alla jarðvinnu fyrir leikskólann og bílastæði. Upphaf þessa verkefnis markar ákveðin tímamót í þjónustu Suðurnesjabæjar við íbúana og felst í þeirri stefnu Suðurnesjabæjar að bjóða börnum leikskólavist frá 12 mánaða aldri.

Leikskólinn mun rísa norðan Byggðavegar í Sandgerði. Húsnæði leikskólans verður 1.135 m2 að stærð og fullbúinn verður hann sex deildir. Í fyrsta áfanga er gert ráð fyrir að taka fjórar deildir í notkun á árinu 2023, fyrir um 80 börn. Í fullri stærð sex deilda mun leikskólinn rúma um 126 börn. Þegar leikskólinn verður tekinn í notkun mun Suðurnesjabær bjóða upp á leikskólavist fyrir börn frá 12 mánaða aldri í leikskólum sveitarfélagsins.

Aðalhönnun leikskólans er í höndum JeES arkitekta sem hefur undanfarna mánuði unnið að undirbúningi og hönnun í samstarfi við starfshóp verkefnisins og starfsmenn Suðurnesjabæjar. Gert er ráð fyrir því að fljótlega verði bygging leikskólans boðin út í opnu útboði. 

Myndir Vf.

  

  

Hönnunarmyndir af leikskólanum.