Fara í efni

Starfsmaður í þjónustu við fatlað fólk, sumarstarf

Starfsmaður í þjónustu við fatlað fólk, sumarstarf

Viltu vinna við fjölbreytt og skemmtilegt starf í sumar á heimili fatlaðs fólks og/eða á skammtímavistun fyrir börn.  

Suðurnesjabær óskar eftir að ráða öflugan starfsmann á heimili fyrir fatlað fólk og/eða á skammtímavistun fyrir börn með fötlun. Unnið er eftir hugmyndafræði Þjónandi leiðsagnar. Um er að ræða fullt starf og/eða tímavinnu yfir sumarið. Starfið er fjölbreytt og spennandi, sem unnið er á morgun- kvöld-, og helgarvöktum.  

Leiðarljós í þjónustunni er sjálfstæði einstaklinga, valdefling og einstaklingsmiðuð nálgun.

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Veita þjónustunotendum stuðning við athafnir daglegs lífs
 • Fylgja eftir þjónustuáætlunum og verklagsreglum
 • Virkja þjónustunotendur til ýmissa tómstunda
 • Sinna heimilisstörfum
 • Stuðla að vellíðan þjónustunotenda
 • Stuðla að góðum samskiptum og samvinnu við samstarfsfólk og notendur
 • Önnur verkefni skv. starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Áhugi á málefnum fatlaðs fólks
 • Reynsla af sambærilegu starfi er kostur
 • Þjónustulund og jákvæðni í starfi
 • Lipurð í mannlegum samskiptum
 • Frumkvæði, skipulaghæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Líkamleg geta til að sinna krefjandi verkefnum á vinnustaðnum

Æskilegt er að viðkomandi hafi náð 20 ára aldri, en skilyrði er að viðkomandi hafi hreint sakavottorð.

Umsóknarfrestur er til og með 25. maí. 2023.

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Umsókn skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi

Umsjón með starfinu hefur Eyrún Ösp Ingólfsdóttir, forstöðumaður búsetuþjónustu eyrun@sudurnesjabaer.is