Fara í efni

Starfsmaður í Félagsstarf aldraðra

Starfsmaður í Félagsstarf aldraðra

Auðarstofa óskar eftir að ráða starfsmann í 25 % stöðu. Starfið snýst um umsjón með
tómstundastarfi aldraðra. Faglegt starfsumhverfi þar sem lögð er áhersla á vönduð og fagleg
vinnubrögð, metnað og framtakssemi og hagsmunir eldri borgara hafðir að leiðarljósi.

Menntunar og hæfniskröfur
• Áhugi á að vinna með fólki er skilyrði.
• Nákvæmni, samviskusemi og skipulagshæfileikar.
• Hæfni í mannlegum samskiptum og lausnamiðuð hugsun.
• Kunnátta í handverki eða föndri er kostur.

Umsóknarfrestur er til og með 19. september n.k.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Nánari upplýsingar
veitir Vilma Úlfarsdóttir í síma 425 3170

Umsókn ásamt starfsferilsskrá og kynningarbréfi sem greinir frá ástæðu umsóknar og
rökstuðningi fyrir hæfni í starfið skulu berast á netfangið vilma@sudurnesjabaer.is

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi
stéttarfélags.