Fara í efni

Starfsmaður í bókhaldi og þjónustu – tímabundin ráðning í fjóra mánuði

Starfsmaður í bókhaldi og þjónustu – tímabundin ráðning í fjóra mánuði

Stjórnsýslusvið Suðurnesjabæjar leitar eftir talnaglöggum einstaklingi til að sinna almennu bókhaldi og innheimtu, upplýsingagjöf og öðrum tilfallandi verkefnum. Viðkomandi starfsmaður mun einnig leysa af í þjónustuveri og sinna þar almennri afgreiðslu, símsvörun og upplýsingagjöf.

Hæfniskröfur:

  • Stúdentspróf eða góð þekking og reynsla af bókhaldsstörfum er skilyrði.
  • Góð almenn tölvukunnátta er skilyrði.
  • Þekking á Navision er æskileg.
  • Góð færni í Excel.
  • Nákvæmni, samviskusemi og skipulagshæfileikar.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum, þjónustulund og lausnamiðuð hugsun.
  • Góð færni í íslensku, bæði í ræðu og riti.

Æskilegt er að starfsmaður geti hafið störf sem fyrst.

Umsóknir, merktar „starfsmaður í bókhaldi og þjónustu“, skal senda á netfangið afgreidsla@sudurnesjabaer.is. Nánari upplýsingar um starfið veitir Bergný Jóna Sævarsdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs, bergny@sudurnesjabaer.is eða í síma 425 3000.

Umsóknarfrestur er til og með 25. apríl 2022.

Launakjör eru skv. starfsmati og kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Umsóknum skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi í starfið.

Áhugasamir einstaklingar eru hvattir til að sækja um.