Starfsemi sveitarfélagsins næstu daga
Starfsemi sveitarfélagsins næstu daga
11. febrúar 2024
Starfsemi sveitarfélagsins næstu daga
Í ljósi núverandi ástands verður áfram skert starfsemi sveitarfélagsins en reynt verður að takmarka skerðingu eins og hægt er.
Athugið að þessar upplýsingar hér að neðan geta tekið breytingum og verða uppfærðar ef þörf er á.
Frá mánudeginum 12. febrúar þangað til annað er ákveðið:
- Skólastarf í leik- og grunnskólum:
- Gerðaskóli – hefðbundin starfsemi
- Gefnarborg – hefðbundin starfsemi
- Sandgerðisskóli – lokað mánudaginn 12. en stefnt að hefðbundinni opnun frá þriðjudeginum 13. febrúar
- Sólborg – lokað mánudaginn 12. en stefnt að hefðbundinni opnun frá þriðjudeginum 13. febrúar
- Félagsmiðstöðvarnarnar Elding og Skýjaborg – lokað
- Íþróttamannvirki og sundlaugar - lokað
- Tónlistarskóli Garðs – hefðbundin starfsemi
- Tónlistarskóli Sandgerðis – lokað
- Bókasafn Suðurnesjabæjar – lokað
- Starfsemi velferðarþjónustu fyrir íbúa verður með eftirfarandi hætti:
- Hefðbundin starfsemi í sérstöku búsetuúrræði að Lækjamótum
- Skammtímavistunin Heiðarholti – lokað
- Dagdvöl aldraðra í Garðvangi – lokað
- Björgin í Reykjanesbæ verður lokuð – opið í Lautinni
- Hæfingarstöðin í Reykjanesbæ – lokað
- Félagstarf aldraðra í Miðhúsum – hefðbundin starfsemi
- Félagstarf aldraðra í Auðarstofu – lokað
- Heima- og stuðningsþjónusta verður skert en haldið verður uppi nauðsynlegri þjónustu
- Ráðhúsið að Sunnubraut – hefðbundin starfsemi
- Ráðhúsið að Miðnestorgi/Varðan – lokað
Samkvæmt upplýsingum frá formanni félags dagforeldra á Suðurnesjum verður reynt eftir fremsta megni að halda úti starfsemi. Foreldrar/forráðamenn eru beðnir um að setja sig í samband við sitt dagforeldri hafi þau ekki fengið upplýsingar.