Fara í efni

Starf forstöðumanns íþróttamannvirkja í Suðurnesjabæ

Starf forstöðumanns íþróttamannvirkja í Suðurnesjabæ

Suðurnesjabær auglýsir stöðu forstöðumanns íþróttamannvirkja lausa til umsóknar. Starfið felur í sér yfirumsjón með rekstri og þjónustu í íþróttamiðstöðvum sveitarfélagsins. Leitað er að öflugum og metnaðarfullum leiðtoga.

Helstu verkefni:

  • Fagleg og fjárhagsleg ábyrgð á starfsemi íþróttamiðstöðva í Suðurnesjabæ.
  • Rekstur og dagleg stjórnun s.s. starfsmannahald, skipulag vakta ofl.
  • Gerð starfs- og fjárhagsáætlana.
  • Annast daglega umsjón og eftirlit með framkvæmd viðhalds mannavirkja, tækja og búnaðar íþróttamiðstöðva.
  • Annast innkaup til daglegs rekstrar, búnaðar og tækja.
  • Annast niðurröðun æfingatíma í íþróttasali og sundlauga, undirbúa kappleiki, útleigu og aðra viðburði í húsinu.
  • Náið samstarf við almenning, skólasamfélagið, íþróttafélög og aðra.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Menntun sem nýtist í starfi.
  • Stjórnunarreynsla og þekking á rekstri.
  • Þekking á málaflokknum er kostur.
  • Þjónustulund, jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum.
  • Sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð ásamt frumkvæði í starfi og faglegum metnaði.
  • Góð tölvukunnátta.
  • Góð kunnátta á íslensku máli í ræðu og riti.
  • Þarf að standast hæfnispróf sundstaða, sundpróf og skyndihjálp.
  • Hreint sakarvottorð.

 Umsóknarfrestur er til og með 11. mars 2021

Laun taka mið af starfsmati og kjarasamningum viðkomandi BSRB/ASÍ félaga við Samband íslenskra sveitarfélaga

Með umsókn skal fylgja skrá yfir menntun og starfsferil ásamt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið og upplýsingar um umsagnaraðila.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Rut Sigurðardóttir deildarstjóri frístundadeildar í síma 425-3000 eða í tölvupósti rut@sudurnesjabaer.is

Umsóknum skal skilað á rafrænu formi á netfangið afgreidsla@sudurnesjabaer.is