Fara í efni

Skólastarf í leik- og grunnskólum í Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ og Vogum

Skólastarf í leik- og grunnskólum í Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ og Vogum

Stefnt var að því að hafa hefðbundið skólastarf í öllum leik- og grunnskólum í Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ og Vogum á morgun mánudaginn 12. febrúar. En ljóst er að skólastarf fellur niður á morgun mánudag í Sandgerðisskóla, tónlistaskóla Sandgerðis og í leikskólanum Sólborg í Suðurnesjabæ vegna vandræða við uppsetningu á búnaði til hitunar. Stefnt er að opnun þeirra frá og með þriðjudeginum 13.febrúar.

Þess má geta að skipulagt íþróttastarf hjá börnum og ungmennum fellur niður.

Vel gengur að koma og halda hita á skólabyggingum en starfsfólk sveitarfélaganna og aðgerðastjórn Suðurnesja hafa nýtt helgina til að koma fyrir hitablásurum í allar byggingar. Staðan verður tekin reglulega og upplýsingar verða sendar frá skólastjórnendum til foreldra/forráðamanna ef gera þarf breytingar og aðlaga skólastarf að þeim.