Fara í efni

Skert starfsemi sveitarfélagsins á næstu dögum

Skert starfsemi sveitarfélagsins á næstu dögum

Í ljósi þess að ekki er gert ráð fyrir að heitt vatn verði komið í lag fyrr en eftir 7-10 daga verður áfram skert þjónusta á vegum sveitarfélagsins næstu daga.

Eins og staðan er núna er verið að skoða hvort hægt verði að halda úti grunn- og leikskólastarfi og upplýsingar um hvort það takist væntanlegar á morgun sunnudag.

Næstu dagar:

  • Skólastarf í leik- og grunnskólum - er í athugun
  • Öll íþróttamannvirki  og sundlaugar  - verða lokuð
  • Starfsemi tónlistarskóla - er í athugun
  • Starfsemi bókasafns – er í athugun
  • Starfsemi velferðarþjónustu verður með eftirfarandi hætti:
    • Hefðbundin starfsemi í sérstöku búsetuúrræði að Lækjamótum
    • Björgin í Reykjanesbæ verður lokuð – opið í Lautinni
    • Hæfingarstöðin í Reykjanesbæ – verður lokuð
    • Dagdvöl og félagsstarf aldraðra í Miðhúsum og í Auðarstofu – er í athugun
    • Heima- og stuðningsþjónusta verður skert en haldið verður uppi nauðsynlegri þjónustu
    • Ráðhús – er í athugun, en hægt verður að hringja í síma 425-3000 á auglýstum opnunartíma eða senda tölvupóst á netfangið afgreidsla@sudurnesjabaer.is, en regluleg vakt er á pósti sem berst í netfangið.