Samstarf um forvarnarverkefnið Ábyrg saman
Samstarf um forvarnarverkefnið Ábyrg saman
22. október 2025
Þann 21.október var undirritaður samstarfssamningur milli Suðurnesjabæjar, sveitarfélagsins Voga og Lögreglunnar á Suðurnesjum um nýtt forvarnarverkefni sem ber heitið Ábyrg saman.
Verkefnið miðar að því að efla forvarnir vegna áhættuhegðunar barna og styðja fjölskyldur þegar fyrstu afskipti lögreglu verða af barni. Með verkefninu er lögð áhersla á snemmíhlutun, fræðslu og sameiginlega ábyrgð til að draga úr endurteknum afskiptum og styrkja velferð barna.
Ábyrg saman byggir á heimsmarkmiði Sameinuðu þjóðanna nr. 3 Heilsa og vellíðan og er liður í markvissu samstarfi sveitarfélaga og lögreglu um að tryggja börnum öruggari og heilbrigðari uppvöxt.