Safnahelgi á Suðurnesjum verður haldin næstu helgi, 18. og 19. mars 2023.
Safnahelgin er samstarfsverkefni safna, setra og sýninga á Suðurnesjum sem opna dyrnar sínar fyrir íbúum og gestum svæðisins.
Inn á heimasíðu Safnahelgarinnar, safnahelgi.is má nálgast upplýsingar um alla þá viðburði sem eru í boði.
Hér fyrir neðan má sjá þá viðburði sem í boði eru í Suðurnesjabæ.
Þekkingarsetur Suðurnesja.
- Náttúrugripasýning, með yfir 70 uppstoppuðum dýrum og ýmsum tegundum fuglseggja.
- Heimskautin heilla – L´attraction des poles. Um ævi og starf Jean-Baptiste Charcot og skip hans Pourqua-Pas.
- Huldir heimar hafsins – Ljós þangálfanna. Lista- og fræðslusýning.
Gerðavegur 1, Sandgerði, Suðurnesjabæ
Opið laugardag og sunnudag frá 13:00-17:00
Flóamarkaður
- Flóamarkaður í gamla fjósinu og hlöðunni
Skagabraut 86, Garði, Suðurnesjabæ
Opið laugardag og sunnudag frá 12:00 – 17:00
Byggðasafnið á Garðskaga
- Um safnið: Perlur safnsins verða á sínum stað; Verzlun Þorláks Benediktssonar, Húsin hans Sigga í Báru og Vélasafn Guðna Ingimundarsonar ásamt öðrum fjölbreyttum safnkosti.
- Sýningar í hlöðunni: Ljósmyndir úr Suðurnesjabæ eftir Svavar Herbertsson, málverk Braga Einarssonar listmálara af nokkrum þekktum Garðmönnum.
- Sýning á ljósmyndum í anddyri safnsins og kynning á ljósmyndasafni byggðasafnsins á Sarpur.is
- Viðburður: Tvær af vélum safnsins verða gangsettar: 1948 Red Wing Thorobred KK og 1945 Norman T300, kl. 14:00 laugardaginn 18. mars og sunnudaginn 19. mars.
- Listaverk frá Ferskum vindum í anddyri og í portinu við safnið
Skagabraut 100, Garður, Suðurnesjabæ
Opið laugardag og sunnudag frá 11:00-17:00
Einkasafn Hilmar Foss
- Hilmar Foss einkasafn í Garðinum. Safn sem kemur á óvart.
- Opnunartíma má sjá nánar á sudurnesjabaer.is undir viðburðum.
Iðngarðar 2, Garði, Suðurnesjabæ
Ferskir vindar.
- Sýningar í Ráðhúsinu í Garði á verkum frá hátíðinni 2022.
- Ferskir vindar er alþjóðleg listahátíð sem hefur verið haldin í Suðurnesjabæ.
Sunnubraut 4, Garði, Suðurnesjabæ
Opið laugardag og sunnudag frá kl.13:00 – 17:00
Sjólyst hús Unu- Völvu Suðurnesja
- Hollvinafélag Unu Guðmundsdóttur bjóða gestum og gangandi að koma heimsækja Sjólyst á Gerðavegi 28a þar sem hús Unu og munir tengdir henni verða til sýnis. Una í Sjólyst var þjóðþekkt fyrir skyggnigáfu sína og hjálpaði mörgum í veikindum með aðstoð lækna að handan.
Opið laugardag og sunnudag frá 14:00-17:00
Gerðavegur 28a, Garði, Suðurnesjabæ
Bragginn
- Bragginn, safn Ásgeirs Hjálmarssonar.
- Um safnið: Þar er að finna bæði smátt og stórt, s.s. traktora, fornbíla, muni tengda sjávarútvegi og heimilishaldi og allt þar á milli.
Skagabraut 17, Garði, Suðurnesjabæ
Opið laugardag og sunnudag frá 13:00-17:00.
Litla Brugghúsið í Garði
Litla Brugghúsið í Garði. Iðngarður 9 Suðurnesjabæ
Opið laugardag og sunnudag frá 13.00 -15.00
Tónleikar í Hvalsneskirkju
- Föstutónar – Passíusálmar í fortíð og nútíð.
- Magnea Tómasdóttir söngkona og Guðmundur Sigurðsson organisti munu flytja nokkra Passíusálma Hallgríms Péturssonar. Sálmarnir verða fluttir við þjóðlög í útsetningum Smára Ólasonar annars vegar og hins vegar við lög Jóns Ásgeirssonar.
- Viðburðurinn er hluti af Safnahelgi á Suðurnesjum og er aðgangur ókeypis.
Hvalsneskirkja laugardaginn 18. mars kl 17:00
Veitingastaðir í Suðurnesjabæ
El Faro
Norðurljósavegi 2, 251 Suðurnesjabæ
- Faro seðillinn" og "Óvissuferðin" verða á 10% afslætti.
- Faro seðillinn - Þriggja rétta veisla þar sem hver og einn velur sína eigin forrétti/tapas, aðalrétt og eftirrétt.
- Óvissuferðin - Fjögurra rétta matarævintýri sérhannað af kokkunum okkar. ATH! Þessi tilboð eru fyrir allt borðið.
Opið er frá 17-21:30 alla daga
Það verður Pub quiz 18 mars kl 21:00. Borðapantanir þann dag eru til 19:30.
Röstin
Röstin, Skagabraut 100, 251 Suðurnesjabæ
- Frítt verður í báða vitana.
Sjávarsetrið
Sjávarsetrið, Vitatorgi 7, 245 Suðurnesjabæ
- Tilboð verða á Sjávarsetrinu
- Fiskur og franskar + gos = 2.990 kr,- barna: 1.290 kr
- Kaffi/kakó og pönnukökur = 1.290 kr
- Ostaplatti og vínglas = 3.490 kr.
Opið laugardag og sunnudag frá 12.00-18.00