Fara í efni

Röng flokkun, Tunnan verður ekki tæmd!

Röng flokkun, Tunnan verður ekki tæmd!

Í meðfylgjandi frétt frá Kölku biðlum við til íbúa Suðurnesjabæjar að flokka rétt.

Nú þegar öll heimili á Suðurnesjum eru komin með viðeigandi tunnur hefst innleiðingin við að tryggja rétta flokkun við heimilin og þannig betri heimtur á endurvinnsluefnum. Íbúar skulu flokka allan úrgang frá heimilum og setja í réttan flokk.

Við húsvegg skal flokkað í fjóra flokka; lífrænan eldhúsúrgang, blandaðan úrgang, pappír / pappa og plastumbúðir. Í nærumhverfi skal að auki safnað málmum, gleri, textíl og skilagjaldsskyldum umbúðum. Frekari flokkun úrgangs er svo til staðar á móttökustöðvum / gámaplönum Kölku.

Á íbúum hvílir rík ábyrgð varðandi flokkun frá sínum heimilum, en ábyrgðin nær einnig til aðkomu, aðgengis og gæða endurvinnsluefnanna sem þeir safna. Íbúar þurfa því að flokka rétt og tryggja að tunnum sé þannig komið fyrir að að ekki skapist af þeim óþægindi eða óþrifnaður og að endurvinnsluefnin haldist hrein.

Þjónustuaðilar sem sjá um að hirða úrgang frá heimilum meta nú hvern flokk fyrir sig við tæmingu og ef um er að ræða ranga flokkun verður tunnan nú skilin eftir og ekki tæmd fyrr en hún samræmist þeim merkingum sem á henni eru. Þegar þessi staða kemur upp verða settir límmiðar á tunnuna þar sem nánari skýring á því hvers vegna tunnan var ekki tæmd verður gefin upp. Ef sú staða kemur upp að tunnan er ekki tæmd vegna rangrar flokkunar er það á ábyrgð íbúa að leiðrétta flokkunina og annað hvort bíða eftir næstu tæmingu eða fara með flokkaðan úrgang á næstu móttökustöð / gámaplan Kölku.

Gangi ykkur vel og takk fyrir að flokka ♻️