Fara í efni

Nýr ráðningarvefur Suðurnesjabæjar

Nýr ráðningarvefur Suðurnesjabæjar

Opnað hefur verið fyrir ráðningarvef til að taka á móti umsóknum um laus störf hjá sveitarfélaginu.

Stefna sveitarfélagsins er að öll störf séu auglýst og öllum standi til boða að sækja um með einföldum og þægilegum hætti. Sveitarfélagið leggur áherslu á að faglega sé staðið að öllum ráðningum og að ráðningarferlið sé eins fyrir öll laus störf. Nýr ráðningarvefur mun einfalda ráðningarferlið og styðja við áherslur og stefnu sveitarfélagsins.

Ráðningarvefurinn er hluti af innleiðingarferli sveitarfélagsins á nýju mannauðs- og launakerfi, Kjarni frá Origo, sem var tekið í notkun í byrjun maí.

Hér má finna nýjan ráðningarvef sveitarfélagsins