Fara í efni

Nýr losunarstaður garðaúrgangs

Nýr losunarstaður garðaúrgangs

Búið er að loka losunarstað garðaúrgangs í gryfjunni sem íbúar Sandgerðis hafa getað nýtt sér um árabil. Þess í stað hefur nýr losunarstaður verið opnaður austan gryfjunnar.

Við hvetjum íbúa til að losa allan garðaúrgang á nýja losunarsvæðið ef það vill ekki nýta hann sjálft t.d. til jarðgerðar.

Íbúar eru vinsamlega beðnir um að setja gras og trjáafklippur í sitt hvorn hauginn án umbúða, þannig að unnt verði að nýta úrganginn til uppgræðslu eða í annað nytsamlegt. Sérstakt svæði er síðan fyrir jarðvegsúrgang.