Fara í efni

Nýjar reglur um stöðuleyfi lausafjármuna í Suðurnesjabæ hafa tekið gildi

Nýjar reglur um stöðuleyfi lausafjármuna í Suðurnesjabæ hafa tekið gildi

Bæjarráð Suðurnesjabæjar samþykkti á fundi sínum 14. júlí reglur um stöðuleyfi lausafjármuna í Suðurnesjabæ en skv. 2. gr. reglanna segir: ,,Sækja skal um stöðuleyfi til byggingafulltrúa til að láta eftirfarandi lausafjármuni standa lengur en tvo mánuði utan þeirra svæða sem eru sérstaklega eru skipulögð og ætluð til geymslu slíkra lausafjármuna sbr. b. lið 2.6.1. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012, sbr. 9. tl. 60. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010.

Á þetta við hjólhýsi ( frá 1. okt til 1. maí),  gáma (sem ætlaðir eru til vöruflutninga á sjó og landi), báta, torgsöluhús, frístundahús í smíðum ( sem ætlað er til flutnings ) og stór samkomutjöld.
Ekki þarf að sækja um stöðuleyfi fyrir gáma á skipulögðum gámasvæðum, bátum á hafnarsvæði, þar sem gert er ráð fyrir geymslu þeirra, hjólhýsum á hjólhýsasvæðum eða torgsöluhúsum á svæðum fyrir slík hús.“

Umsókn um stöðuleyfi ásamt reglunum er að finna á heimasíðu Suðurnesjabæjar.

Suðurnesjabær hvetur þá sem ekki hafa nú þegar gilt stöðuleyfi fyrir lausafjármuni í umsjá sinni, að sækja um innan þriggja mánaða frá gildistöku reglanna.