Fara í efni

Neyðarstigi lýst yfir vegna hættu á heitavatnsleysi á Suðurnesjum

Neyðarstigi lýst yfir vegna hættu á heitavatnsleysi á Suðurnesjum

Almannavarnir upp á neyðarstig og tilmæli til íbúa ítrekuð

Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum, hafa ákveðið að fara upp á neyðarstig Almannavarna vegna rofs á afhendingu á heitu vatni á Suðurnesjum.

„Heitavatnslögnin er rofin sem veldur heitavatnsleysi á Suðurnesjum. Nú er mikilvægt að íbúar og fyrirtæki á Suðurnesjum spari allt rafmagn og heitt vatn, segir í tilkynningu frá almannavörnum.

Áfram er almenningur á Reykjanesi beðinn um að spara heitt vatn og rafmagn.

Íbúar geta notað rafmagnsofn en Almannavarnir ítreka að hver eign má aðeins notast við einn rafmagnsofn.

Rafkerfið þolir ekki meiri notkun. Ef öll setja ofna í gang í einu getur kerfið slegið út. Því er mikilvægt að íbúar fylgi fyrirmælum og noti aðeins einn rafmagnsofn til kyndingar,“ segir í tilkynningu almannavarna.

Mikilvægt er að fylgja leiðbeiningum Almannavarna og fylgjast með fréttum.