Fara í efni

Malbikunarframkvæmdir við Hlíðargötu og Oddnýjarbraut

Malbikunarframkvæmdir við Hlíðargötu og Oddnýjarbraut

Malbikunarframkvæmdir við Hlíðargötu

Stefnt er að því að fræsa og malbika Hlíðargötu frá hringtorgi að Ásabraut dagana 17. – 18. júlí. Markmiðið er að fræsa á mánudaginn og malbika á þriðjudaginn.

Lokað verður fyrir alla umferð á þessum kafla götunnar meðan á framkvæmdum stendur en hjáleiðir verða merktar sérstaklega.

Við beinum því til íbúa að fjarlægja ökutæki og aðrar eignir sem standa við götuna til þess að forðast tjón og auðvelda verktökum vinnuna.

Vegfarendur eru beðnir velvirðingar á óþægindum sem þetta veldur og eru hvattir til að fylgja þeim merkingum og leiðbeiningum sem uppi eru hverju sinni.

Malbikunarframkvæmdir við Oddnýjarbraut

Stefnt er að því að fræsa og malbika Oddnýjarbraut dagana 17. – 18. júlí. Markmiðið er að fræsa á mánudaginn og malbika á þriðjudaginn.

Búast má við töfum á umferð og jafnvel lokunum á meðan framkvæmdum stendur.

Við beinum því til íbúa að fjarlægja ökutæki og aðrar eignir sem standa við götuna til þess að forðast tjón og auðvelda verktökum vinnuna.

Vegfarendur eru beðnir velvirðingar á óþægindum sem þetta veldur og eru hvattir til að fylgja þeim merkingum og leiðbeiningum sem uppi eru hverju sinni.

Skipulags- og umhverfissvið Suðurnesjabæjar.