Fara í efni

Leikskólinn við Byggðaveg 5 hefur fengið nafn

Leikskólinn við Byggðaveg 5 hefur fengið nafn

Leikskólinn við Byggðaveg 5 hefur fengið nafn en í haust var ákveðið að efna til nafnasamkeppni á nýja leikskólann við Byggðaveg og leitað var til íbúa um tillögur að nafni. Okkur bárust fjöldinn allur af skemmtilegum og áhugaverðum nöfnum og fór Framkvæmdastjórn vandlega yfir nöfnin sem bárust og völdu fimm tillögur að nafni til frekari umfjöllunar.

Kjörnir fulltrúar bæjarstjórnar tóku málið fyrir og kusu um tillögu að nafni. Og hefur bæjarráð staðfest það. Niðurstaðan var nafnið Grænaborg.

Við þökkum þeim íbúum sem tóku þátt í nafnasamkeppninni.