Fara í efni

Leiguíbúðir 60 ára og eldri við Melteig í Garði

Leiguíbúðir 60 ára og eldri við Melteig í Garði

Á fundi bæjarráðs Suðurnesjabæjar þann 9. nóvember 2022 var samþykkt að íbúðir við Melteig í Garði verði framvegis leiguíbúðir fyrir 60 ára og eldri íbúa Suðurnesjabæjar. Nú eru lausar tvær íbúðir til útleigu og mun fjölskyldusvið Suðurnesjabæjar annast móttöku umsókna og hafa umsjón með úthlutun íbúðanna líkt og með íbúðum sem sveitarfélagið hefur til umráða í Miðhúsum í Sandgerði. Þær íbúðir sem enn eru í búsetu samkvæmt búseturétti verða leigðar út þegar kemur að því að viðkomandi búseturéttir verða innleystir.

 

Frekari upplýsingar er hægt að finna á heimasíðu Suðurnesjabæjar þar sem jafnframt er hægt að nálgast umsóknareyðublöð.