Fara í efni

Kristjana Halldóra Kjartansdóttir hlaut viðurkenningu Íþrótta- og tómstundaráðs Suðurnesjabæjar.

Kristjana Halldóra Kjartansdóttir hlaut viðurkenningu Íþrótta- og tómstundaráðs Suðurnesjabæjar.

 Kristjana Halldóra Kjartansdóttir hlaut viðurkenningu Íþrótta- og tómstundaráðs Suðurnesjabæjar fyrir óeigingjörn störf sín í þágu æskulýðsmála í Suðurnesjabæ. Kristjana eða Sjana eins og hún er oftast kölluð hefur lagt krafta sína í ótalmörg verkefni í gegnum árin og má þar nefna, foreldramorgna, kirkjuskólann, bænahringi, endurreisn tónlistarskólans, gönguhóp 60 ára og eldri, leshópinn Unu, Kvenfélagið Gefn, Norrænafélagið, UA3 háskóli þriðja æviskeiðsins, Hollvinafélag Útskálakirkju, Hollvinafélag Unu Guðmundsdóttur í Sjólyst, Slysavarnafélagið Una og fleiri. Einnig hefur hún sett krafta sína í ýmis nefndarstörf og þessi misserin situr hún sem fulltrúi bæði í öldungaráði Suðurnesjabæjar og í stýrihóp heilsueflandi samfélags.

Sjana er ótrúleg kona sem allir bæir, þorp og samfélög þyrftu að eiga sem slíka.

Suðunesjabær óskar Sjönu til hamingju með viðurkenninguna og þakkar henni fyrir ómetanlegt framlag til samfélagsins.