Köld nótt framundan fyrir íbúa Suðurnesja
Ljóst er að köld nótt er framundan fyrir íbúa Suðurnesja en miklu frosti er spáð í nótt. Við viljum minna fólk á að nota raftæki sparlega og eftir þörfum til að taka tillit til annara.
Almannavarnir hafa sent út ráð til þess að sporna við varmatapi og vonumst við til að íbúar fari eftir þessum ráðum.
Ráð til þess að sporna við varmatapi:
• Loka hurðum
• Loka gluggum, gæti þurft að þétta opnanleg fög meira en venjulega
• Draga fyrir glugga
• Byrgja fyrir stóra glugga t.d. með stóru teppi
• Klæða sig í hlý föt svo sem ullarsokka, hlýjar peysur o.fl.
• Ef hitað var upp vatn til eldunar mats að hella því ekki að eldamennsku lokinni, láta það standa til þess að hita upp rými
Fyrir þá íbúa sem hyggjast nota gashitara til að hita upp húsin sín á meðan ástandið varir er mikilvægt að hafa eftirfarandi þætti í huga:
1. Huga þarf að loftskiptum í rýminu, ef rýmið er mjög loftþétt þá geta safnast upp skaðlegar lofttegundir. Hægt er að huga að loftskiptum með því að loka ekki hurðum í litlum rýmum og jafnvel loftræsta með viftu.
2. Setja ætti upp gasskynjara í rýmum þar sem fólk hefst við, gas er þyngra en loft þess vegna skal staðsetja gasskynjara niður við gólf.
3. Ekki yfirgefa rými þar sem verið er að kynda með gasi. Gott er að kynda í stuttum törnum.
4. Gas lyktar illa stundum talað um rotið egg, ef þú finnur slíka lykt skaltu loka fyrir gasið strax. Í kjölfarið er mikilvægt að fara yfir tengingar til að athuga hvort allar þéttingar séu til staðar.
5. Örugg notkun, með því að nota hitunartækið eins og framleiðandi gerir ráð fyrir, og gæta þess að gaskúturinn/hylkið standi upprétt. Ef gaskúturinn leggst á hliðina breytist gasið í vökva og við það myndast eldstungur.
6. Gættu að því að ekkert eldfimt sé nálægt hitaranum t.d nælonefni, blöð, gardínur, gashylki osfrv.
7. Ekki láta börn eða dýr vera eftirlitslaus í kringum gashitara. Börn geta brennt sig og velt hitaranum um koll.
8. Við notkun á gashitunartæki getur myndast Kolmónoxíð, kolmónoxíð getur verið lífshættulegt ef ekki er brugðist við í tíma. Einkenni kolmónoxíðseitrunar eru: höfuðverkur, svimi, ógleði og rugl eða doði.
Ef fólk finnur fyrir einhverjum af þessum einkennum skal það loftræsta svæðið strax og fara í ferskt loft.
9. Munum eftir öðrum valkostum til upphitunar svo sem kúra saman undir teppi, klæða sig í ullarsokkana sem amma gaf okkur í jólagjöf. Draga gluggatjöld fyrir glugga.
———————————————————————————————————
Á ensku:
The forecast predicts severe frost tonight, so cold temperatures can be expected indoors. Many have secured electric heaters. We remind people to use these electrical appliances sparingly, according to their needs, and consider others.
Some have acquired gas heaters, and we emphasize the importance of keeping windows open when gas is used for heating. It is equally important to turn off all gas before going to bed and place the gas cylinder outside the door. Gas should never be used in enclosed indoor spaces overnight; it’s crucial to ventilate rooms where gas is in use.
We want to urge everyone to consider their neighbors. Not everyone may have had the opportunity to acquire heaters or understand the guidelines that have been issued today regarding their limited use. Therefore, we encourage everyone to look out for their neighbors.
The strain can be such that entire neighborhoods may experience outages, so it’s essential for residents to stand together. Civil Protection wants to remind everyone that this situation is temporary and will likely last until later tomorrow.
The reserves of hot water are expected to be depleted by around 9 pm tonight. Work is underway to address emergency water supplies that have been put in place. HS Veitur expects repairs to continue until at least the latter part of tomorrow. When repairs are completed, it may take some time to restore the flow, meaning people may need to be very conservative with water usage once it is restored.
Advice to prevent heat loss:
• Close doors
• Close windows, may need to seal them more than usual
• Draw curtains.
• Cover large windows, e.g., with large blankets
• Dress warmly with items such as wool socks, warm sweaters, etc.
• If water has been heated for cooking, do not pour it out immediately after cooking; let it stand to heat the room
For those residents who intend to use a gas heater to heat their homes while the situation persists, it is good to keep the following factors in mind:
1. Attention must be paid to air circulation in the space; if the space is very airtight, harmful air pollutants can accumulate. Air circulation can be addressed by not closing doors in small spaces and even using a fan for ventilation.
2. Gas detectors should be installed in rooms where people spend time; gas is heavier than air, so gas detectors should be placed near the floor.
3. Do not leave a space where gas is being used for heating. It is good to heat with gas in short bursts.
4. Gas sometimes has a bad smell, often described as rotten eggs. If you detect such a smell, you should immediately shut off the gas. Afterwards, it is important to check the connections to ensure that all seals are in place.
5. Safe usage entails using the heating device as the manufacturer recommends, and ensuring that the gas cylinder/tank stands upright. If the gas cylinder is laid on its side, the gas turns into liquid, which can lead to a fire.
6. Ensure that there are no flammable items near the heater, such as needles, leaves, curtains, gas cylinders, etc.
7. Do not leave children or pets unattended near the gas heater. Children can burn themselves and knock over the heater.
8. When using gas heating equipment, Carbon Monoxide can be produced, which can be life-threatening if not dealt with promptly. Symptoms of Carbon Monoxide poisoning include headache, dizziness, nausea, confusion, or death. If anyone experiences any of these symptoms, they should immediately ventilate the area and seek fresh air.
9. Remember other heating options, such as cuddling under blankets, wearing the wool socks grandma gave us for Christmas, and closing curtains over windows.