Fara í efni

Jólaljósin verða tendruð í Suðurnesjabæ á Fullveldisdaginn

Jólaljósin verða tendruð í Suðurnesjabæ á Fullveldisdaginn

Jólaljósin verða tendruð í Suðurnesjabæ á Fullveldisdaginn 1. desember líkt og síðustu ár. Dagskrá verður í báðum byggðakjörnum, Garði og Sandgerði þar sem boðið verður uppá skemmtidagskrá í kjölfar þess að yngstu nemendur grunnskólanna ásamt bæjarstjóra kveikja jólaljós á jólatrjám.

Dagskrá:

17.00 kveikt á jólatrénu við Sandgerðisskóla.

Skólakór Sandgerðisskóla syngur nokkur lög.

Jólaálfar verða á staðnum, jólasveinar og heitt súkkulaði og piparkökur.

Glaðningur fyrir yngstu börnin.

18.00 kveikt á jólatrénu við Ráðhúsið í Garði.

Jólaálfar verða á staðnum, jólasveinar og heitt súkkulaði og piparkökur.

Glaðningur fyrir yngstu börnin.