Fara í efni

Jólakort frá Tónlistarskóla Sandgerðis

Jólakort frá Tónlistarskóla Sandgerðis

Við erum búin að upplifa ansi skrýtið ár og margt er ekki eins og við eigum að venjast. Í ár er lítið um tónleikahald og viðburði þar sem margir koma saman og tónlistarskólarnir okkar hafa t.d. ekki getað verið með sína hefðbundnu jólatónleika eins og venja er í aðdraganda jólanna. Tónlistarskólinn í Sandgerði lét þó ástandið ekki stoppa sig og sendir okkur hér fyrsta jólakortið af þremur sem sýnir myndbrot af nemendum og kennurum skólans leika listir sínar.

Við hvetjum íbúa til að fylgjast með verkefnum tónlistarskólans á heimasíðu og facebook síðu skólans

Hér kemur  má hlusta á Jólakort nr.1

Gleðilega hátíð!