Fara í efni

Ís í tilefni Sumardagsins fyrsta

Ís í tilefni Sumardagsins fyrsta

Á sumardaginn fyrsta mun ísbíllinn koma í heimsókn til okkar í Suðurnesjabæ og gefa ís í tilefni sumarkomunnar.

Ísbíllinn mun rúnta um götur Suðurnesjabæjar og fara sinn hefðbundna hring í hvoru hverfi fyrir sig og við minnum íbúa á að hlusta eftir bjöllunni. Bíllinn byrjar leið sína í Garðinum og endar í Sandgerði.

11.30 – 16.00 í Garði

16.30 – 20.00 í Sandgerði

Ísinn er sérstaklega ætlaður unga fólkinu í Suðurnesjabæ.

Hægt verður að velja um tvær ístegundir.

Við hvetjum íbúa til að njóta útiveru í tilefni dagsins.

Gleðilegt sumar!