Fara í efni

Í tilefni Hrekkjavökunnar á morgun 31.október

Í tilefni Hrekkjavökunnar á morgun 31.október

Í tilefni Hrekkjavökunnar á morgun 31. október  ákváðum við í Suðurnesjabæ að gleðja öll börn í leikskólum og grunnskólum Suðurnesjabæjar með poppi þar sem að ekki er ráðlegt að ganga í hús og sníkja nammi þetta árið. Þrátt fyrir þær hömlur sem nú er í samfélaginu er margt hægt að gera sér til skemmtunar og biðlum við til íbúa að setja ljós út í glugga eða fyrir utan hús og skreyta hjá sér. Það er vel hægt að klæða sig í búning, skoða hús og glugga þótt ekki sé bankað upp á til að fá sælgæti. Við hvetjum alla til að fara í hrekkjavökugöngutúra og leysa hinar ýmsu þrautir, eins og t.d. að taka þátt í hrekkjavökubingói.

Hér fyrir neðan eru hugmyndir til að vinna með um helgina með fjölskyldunni.

Upplestur á bókasafninu. Í fyrri frétt frá okkur var gert ráð fyrir upplestri á bókasafninu í Sandgerði. Sökum ástandsins í þjóðfélaginu munum við í staðinn birta upplestur á þjóðsögum á facebook síðu bókasafnsins.

Þeir sem taka af sér myndir, í undirbúningi Hrekkjavökunnar og við skemmtileg tækifæri, eru hvattir til þess að merkja þær með @sudurnesjabaer á instagram. Við munum draga út heppna þátttakendur í næstu viku sem hljóta glaðning.

Góða skemmtun um helgina  og munum að haga allri hegðun í samræmi við tilmæli sóttvarnarlæknis og almannavarna.