Heilsuvika í Suðurnesjabæ
Vikuna 25. September – 1. október næstkomandi verður haldin Heilsuvika í Suðurnesjabæ.
Markmiðið með þeirri viku er að hlúa að verndandi heilsufarsþáttum með þátttöku allra bæjarbúa og draga úr þeim áhættuþáttum sem einstaklingar geta staðið frammi fyrir á lífsleiðinni.
Vonumst við til að sem flestir taki virkan þátt í verkefninu með því að bjóða íbúum upp á heilsutengda viðburði, þjónustu eða varning þessa vikuna.
Markmiðið er að heilsuvikan sé fjölbreytt og höfði til sem flestra.
Stofnanir Suðurnesjabæjar taka þátt í verkefninu og er það von okkar að sem flest fyrirtæki, stofnanir, félagasamtök og íþrótta-og tómstundafélög sjái hag sinn í þátttöku verkefnisins.
Skila þarf upplýsingum/dagskrá fyrir 15. september nk. til að vera með í viðburðardagatalinu.
Til að skila inn efni er hægt að senda tölvupóst á rut@sudurnesjabaer.is